13. febrúar, 2009 - 22:05
Þór vann KA 1-0 í úrslitaleik Soccerademótsins í knattspyrnu í Boganum í kvöld. Einar Sigþórsson skoraði mark
Þórs með glæsilegri spyrnu snemma leiks og reyndist það eina mark leiksins. Um helgina fara fram leikir um önnur sæti í mótinu.
Magni og Dalvík/Reynir leika um þriðja sæti mótsins, um það fimmta leika Völsungur og KA2, um sjöunda sæti leika Þór2 og
Tindastóll, og um níunda sætið leika Draupnir og KS/Leiftur.