Þór úr leik í bikarnum

Þór er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarnum, eftir 1-4 tap gegn Val á heimavelli í kvöld í 32-liða úrslitum keppninnar. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Jóhann Helgi Hannesson jafnaði fyrir Þór í upphafi þess síðari. Gestirnir skoruðu hins vegar þrjú síðustu mörkin í leiknum og þar voru að verki þeir Rúnar Már Sigurjónsson, Hörður Sveinsson og Kolbeinn Kárason. Valur er því komið áfram í 16-liða úrslit.

Nýjast