Þór féll í kvöld úr leik í 32- liða úrslitum Subway- bikarkeppni karla í körfubolta er liðið tapaði naumlega á heimavelli gegn Skallagrími, 101:103 en leikið var í Síðuskóla. Wesley Hsu var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 28 stig, Páll Halldór Kristinsson skoraði 22 stig og Sigmundur Óli Eiríksson kom næstur með 12 stig.
Fyrir gestina var Silver Laku stigahæstur með 35 stig og þeir Konrad Tota og Hafþór Ingi Gunnarsson komu næstir með 22 stig hvor. Konrad Tota mætti sínum gömlu félögum í kvöld en hann lék sem kunnugt er með Þór sl. vetur.