Þór er úr leik í Subway- bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir tap gegn Njarðvík í 8- liða úrslitum, 83:48, er liðin áttust við í Ljónagryfjunni Njarðvík í gær. Staðan í hálfleik var 39:21 fyrir heimamenn. Rut Konráðsdóttir skoraði 16 stig fyrir Þór í leiknum, Erna Rún Magnúsdóttir 12 stig, Linda Hlín Heiðarsdóttir 8 stig og aðrar minna.