Þór tekur á móti Völsungi í Borgunarbikar karla í kvöld þriðjudaginn 10. maí, á Þórsvelli.
Í liði Völsungs eru nokkrir leikmenn sem hafa leikið með Þór m.a. markahrókurinn Jóhann Þórhallsson sem hefur leikið 90 leiki með Þór og í þeim skorað 46 mörk. Aðrir eru, Halldór Orri Hjaltason, Bjarki Þór Jónasson, Aron Kristófer Lárusson og Steinþór Már Auðunsson. Þjálfari Völsungs er Páll Viðar Gíslason fyrrum þjálfari Þórs.
Leikurinn hefst kl. 19: 00. Ekki er von á snjókomu.