05. febrúar, 2010 - 21:18
Þór vann sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í körfubolta er liðið lagði Hrunamenn af velli í kvöld,
92:89, eftir framlengdan leik á Flúðum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 82:82, eftir að Óðinn Ásgeirsson hafði jafnað metin
fyrir Þór með þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og því þurfti að grípa til
framlengingar. Þar höfðu norðanmenn betur og tryggðu sér tvö mikilvæg stig.
Óðinn Ásgeirsson skoraði 24 stig fyrir Þór í leiknum, Páll Kristinsson 14 stig og Bjarki Ármann Oddsson kom næstur með 12
stig.Sigurður Sigurjónsson var stigahæstur í liði Hrunamanna í leiknum með 26 stig, Atli Örn Gunnarsson skoraði 17 stig
og næst honum kom Árni Þór Hilmarsson með 14 stig.
Með sigrinum er Þór komið með 10 stig í sjötta sæti deildarinnar, en Hrunamenn sitja á botni deildarinnar án stiga.