Þór sigraði í öðrum leiknum í röð

Þór vann sinn annan leik í röð í 1. deild kvenna í körfubolta þegar liðið sigraði Laugdælinga í dag, 54:44, er liðin mættust á Laugarvatni í 4. umferð deildarinnar. Eftir brösótta byrjun í deildinni hefur Þór heldur betur spýtt í lófana og fengið fjögur stig af síðustu fjórum mögulegum í deildinni. Á morgun, sunnudag, sækir Þór B- lið Grindavíkur heim og hefst leikurinn kl. 14:00.

Nýjast