Goðamót Þórs fór fram í Boganum um liðna helgi þar sem sjötti flokkur drengja var í aðalhlutverki. Mótið var það 25. í röðinni og voru 524 keppendur frá 18 félögum á mótinu.
Í flokki A- liða voru það heimamenn í Þór sem sigruðu, í flokki B- liða sigraði Höttur, Breiðabliki sigraði í flokki C- liða, Fylkir í flokki D- liða, KA í flokki E- liða og Breiðablik 1 í flokki F- liða.
Það var svo Tindastóll sem fékk Goðamótsbikarinn fyrir prúðmennsku innan vallar sem utan.