Þór og KA verða bæði í eldlínunni í dag í 1. deild karla í knattspyrnu og þá getur Þór/KA komist á toppinn í Pepsi-deild kvenna er liðið sækir KR heim. Þór á heimaleik gegn Þrótti og hefst leikurinn á Þórsvelli í dag kl. 14:00, en á sama tíma sækir KA lið Leiknis R. heim. Þór freistar þess að fylgja eftir sigrinum gegn Leikni í fyrstu umferð en KA er enn án stiga eftir tap gegn ÍR í fyrstu umferð. Leikur KR og Þórs/KA á KR-vellinum er lokaleikur annarrar umferðar Pepsi-deildar kvenna og hefst kl. 16:00. Þór/KA kemst á toppinn með sigri, en liðið vann Stjörnuna á heimavelli í fyrstu umferð.