Þór í toppsætið

Þórsarar eru komnir á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn Víkingi frá Ólafsvík á Þórsvelli í dag. Gestirnir frá Ólafsvík voru síst lakara liðið í leiknum en heimamenn nýttu færin betur. Víkingar léku einum manni færri síðustu sex mínútur leiksins þar sem Fannar Hilmarsson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir brot og þar með rautt spjald. Orri Freyr Hjaltalín kom Þór yfir á 19. mínútu með fallegu marki beint úr aukaspyrnu en á uppbótartíma í fyrri hálfleik jafnaði Eldar Masic fyrir Víkinga. Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir í uppafi síðari hálfleiks með hnitmiðuðu skoti innan teigs í bláhornið og það reyndist sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 sigur Þórs, sem hefur níu stig á toppnum en Víkingur Ó. hefur sjö stig í þriðja sæti.

Nýjast