Þór í 8- liða úrslit Subway- bikarkeppni kvenna

Þór komst í gær áfram í 8- liða úrslit Subway- bikarkeppni kvenna í körfubolta með öruggum sigri á B- liði Keflavíkur, 87:57, en leikið var í Toyotahöllinni í Keflavík. Staðan í hálfleik var 36:31 fyrir Þór.

 

Rut Konráðsdóttir var stigahæst í liði Þórs í leiknum með 24 stig, Linda Hlín Heiðarsdóttir skoraði 17 stig, Hulda Þorgilsdóttir 14 stig og aðrar minna.  

Nýjast