Þór fær KFÍ í heimsókn í kvöld

Þór hefur leik að nýju í kvöld í 1. deild karla í körfubolta er liðið fær KFÍ í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla. Búast má við erfiðum leik fyrir heimamenn þar sem KFÍ er tólf stigum ofar í deildinni í 2. sæti með 16 stig, en Þór hefur fjögur stig í 8. sæti. Þór má því illa við að misstíga sig í næstu leikjum ætli liðið sér áfram í úrslitakeppnina í vor.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15.

Nýjast