Þór endurheimti toppsætið

Svíinn Robin Strömberg var á skotskónum í kvöld með Þór.
Svíinn Robin Strömberg var á skotskónum í kvöld með Þór.

Þór er komið á toppinn á ný í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á útivelli í kvöld. Þetta var lokaleikur fimmtu umferðinnar og hefur Þór tólf stig á toppnum, stigi meira en Fjölnir og Haukar sem koma í næstu sætum. Robin Strömberg skoraði bæði mörk Þórs í leiknum en sigurmarkið skoraði hann tíu mínútum fyrir leikslok. Áður hafði Guðmundur Atli Steinþórsson komið BÍ/Bolungarvík yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. BÍ/Bolungarvík hefur þrjú stig í tíunda sæti.

Nýjast