Þór áfram í bikarnum

Jóhann Helgi Hannesson var á skotskónum fyrir Þór í kvöld.
Jóhann Helgi Hannesson var á skotskónum fyrir Þór í kvöld.

Þór varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu er liðið vann KF, 3-1, á Siglufirði í annarri umferð keppninnar. Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir í fyrri hálfleik en Þórður Birgisson jafnaði fyrir heimamenn í KF snemma í þeim síðari. Kristinn Þór Björnsson skoraði tvívegis fyrir Þór á síðasta korteri leiksins. Þór mætir Val í 32-liða úrslitum en leikurinn fer fram á Þórsvelli á Akureyri, miðvikudaginn 6. júní.

 

Nýjast