Preben Jón Pétursson, sem situr í skólanefnd Akureyrar fyrir Bjarta framtíð, óskaði eftir því á fundi nefndarinnar fyrir skemmstu að láta kanna þann möguleika að gera þjónustu dagforeldra og leikskóla ókeypis að hluta til. Í langtíma skólastefnu Akureyrarbæjar var gert ráð fyrir gjaldfrjálsum leikskólum en þeirri stefnu hefur nú verið breytt. Preben segir að svigrúm sé til þess að gera bæði þjónustu leikskóla og dagforeldra ókeypis að einhverju leyti en rætt er við Preben í prentútgáfu Vikudags.