Þjónn í súpunni heldur áfram á Friðriki V

Leikfélag Akureyrar og Veitingastaðurinn Friðrik V hafa tekið upp þráðinn frá síðasta leikári og bjóða upp á 3ja rétta máltíð og "óhefðbundna þjónustu" á Friðrik V. Þjónar leika, leikarar þjóna, allir leika á gesti og gestirnir leika á als oddi. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikhússtjóri LA.  

Nú eru nýir "þjónar" með í för og forvitnilegt að vita hvernig þeir reynast! Þetta er uppákoma sem byggir á spuna og stemmningu og aldrei að vita hvað gerist, því engar  tvær sýningar eru eins. Matseðillinn er saminn af Friðriki V sjálfum, er hann þekktur fyrir dýrindis mat. Síðastliðinn vetur var uppselt öll kvöldin og oft var biðlisti eftir borðum. Það borgar sig því að vera snemma í því og panta borð í tíma, segir í tilkynningu.

Sýningar:

Kl. 18.30 miðvikudaginn  27.janúar

Kl. 18.30 miðvikudagur   3.febrúar - SÉRSTÖK DALVÍKURSÝNING

Kl. 22.00 föstudagur          5.febrúar

Kl. 18.30 miðvikudagur   10.febrúar

Kl. 22.00 föstudagur        12.febrúar

Kl. 19.30 þriðjudaginn     16.febrúar

Nýjast