Auk þess munu draugalegar rímur líða um hvern krók og kima í sveitinni þetta kvöld sem þær Rósa María Stefánsdóttir og Kristín Sigtryggsdóttir munu kveða af mikilli snilld og drungalegir tónar munu hljóma úr vindlurk Georgs Hollanders. Þjóðlegar draugasögur fjalla m.a. um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru allt frá því að vera hættulegir draugar sem drápu menn og upp í það að vera svipir sem sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Algengastar voru fylgjurnar. Hver man ekki eftir sögum eins og þeirri um Þorgeirsbola sem mikið var á ferðinni í nágrenni Laufásbæjar í Grýtubakkahreppi.
Vegna takmarkaðs pláss þarf að tilkynna um þátttöku í síma 463-3196 eða 895-3172. Aðgangseyrir kr. 600. Lummukaffi verður til sölu inni í Gamla prestshúsinu á eftir dagskrá í Gamla bænum.