Aðalheiður Steingrímsdóttir hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur þar sem hún hefur staðið í ströngu í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Aðalheiður er fædd og uppalin Akureyringur og hefur stundað kennslu við skóla á Akureyri í tugi ára. Hún stendur nú á tímamótum þar sem hún lætur af formennsku Félags framhaldsskólakennara. Formannsstaðan þýddi að ég þurfti að flytja suður og hef því haldið úti tveimur heimilum undanfarin níu ár.
Á flakki
Já, það mætti alveg líkja þessu við sjómennsku. Maðurinn minn býr á Akureyri og okkar heimili er þar. Ég reyni að skreppa norður þegar tækifæri gefast en það er ekki svo gott að ég komist heim um hverja helgi. Starfinu fylgir auðvitað erill og ég er mikið á þeytingi, en þetta kemst upp í vana. Mér finnst alltaf frábært að koma heim til Akureyrar, þar er ekki eins mikill ys og þys og fyrir sunnan. Það er eins og það detti af manni einhver stresskápa.
-En hvað með eiginmanninn, hvernig tekur hann þessu flökkulífi hjá þér?
Hann er afskaplega skilningsríkur og þolinmóður. Hann hefur algjörlega stutt mig í þessu og það er vitanlega lykilatriði til þess að svona gangi upp. Það þarf að ríkja gagnkvæmur skilningur og við reynum að nýta tímann vel sem við höfum saman.
Aftur í kennslu
Aðalheiður ætlaði sér að hefja störf við kennslu á ný við VMA í haust og flytja alfarið til Akureyrar. En þau plön breyttust hins vegar snögglega. Ég ákvað að gefa kost mér til varaformanns Kennarasambands Íslands og vann þá kosningu. Ég verð því áfram í þessu sjóaralífi, segir Aðalheiður í léttum dúr. En ég ætla mér að fara aftur í kennslu.
Ítarlega er rætt við Aðalheiði um kennarastarfið og launakjör kennara í prentútgáfu Vikudags
throstur@vikudagur.is