Netsamband í Hrísey er enn stopult og veldur íbúum óþægindum. Eins og fjallað var um í vetur voru mörg dæmi þess að netið hafi legið niðri í nokkra daga. Ingimar Ragnarsson, íbúi í Hrísey, segir ástandið lítið hafa skánað. Þetta er alveg óþolandi. Síðast í gær datt sambandið alveg niður í smá tíma í þrígang. Það er alveg bagalegt þegar fólk er að vinna í gegnum tölvu, segir Ingimar.
Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er örbylgjusamband til Hríseyjar, sem er innan við 10 km langt og telst það frekar stutt fyrir örbylgju. Einnig sé þarna tvöföld bóla til að bæta öryggi, þannig að ef önnur dettur út, þá grípur hin sambandið. Þetta hefur ekkert batnað því Míla hefur ekki gert neitt, segir Ingimar og bætir við:
Þegar við hringjum í þá fáum við þau svör að þeir sjái ekkert að og það sé stöðugt samband. Maður hálfpartinn gefst upp á þessu. Þetta óöryggi er slæmt og það er eitthvað sem er ekki í lagi þegar sambandið slitnar oft á dag, segir Ingimar.
Ýmis starfssemi er í Hrísey sem byggist aðallega á netsambandi, má þar nefna úthringiver, skólann, Stefnu, skrifstofu Akureyrarbæjar og þá eru hitastýringar í sundlauginni tengdar í gegnum á netið.
-þev