Eyþór Daði Eyþórsson, 15 ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri, leikur stórt hlutverk í sýningunni Pílu Pínu í uppsetningu Menningarfélags Akureyrar, en um stærstu sýningu ársins hjá félaginu er að ræða. Þrátt fyrir ungan aldur hefur ýmislegt gengið á í lífi Eyþórs en hann fæddist með margþættan og alvarlegan hjartagalla. Hann gekkst undir erfiða hjartaþræðingu í Boston fyrir þremur árum og veiktist alvarlega í kjölfarið.
Vikudagur settist niður með leikaranum unga og spjallaði við hann um sýninguna framundan, leiklistina og hvernig hann hefur tekist á við veikindin. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins sem kom út í gær.