Þekktur finnskur listamaður opnar sýiningu

Laugardaginn 21. júlí opnar hinn góðkunni listamaður Janne Laine sýninguna Night Reflections í Jónas Viðar Gallerí kl. 15 00.  Janne Laine er vel þekktur grafík listamaður frá Finlandi, hann hefur haldið fjölda sýninga víða um heim. Hann starfar sem master prentari við hið þekkta grafíkverkstæði Himmelblau í Tampere. Hann hefur margsinnis komið til íslands og orðið fyrir áhrifum af íslensku landslagi, hann dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Hann hefur einnig kennt grafík við Myndlistaskólann á Akureyri. Á sýningunni sýnir hann nýleg heliografík verk. Allir hjartanlega velkomnir sýningin stendur til 12. ágúst.

Nýjast