Það er þæfingsfærð og skafrenningur á Öxnadalsheiði og ófært á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en unnið er að hreinsun, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Snjóþekja eða hálka er annars á flestum vegum á Norðausturlandi.
Veðurspáin fyrir Norðurland eystra næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 og dálítil él. Hiti um og undir frostmarki. Hægviðri í nótt. Norðaustan 5-10 á morgun og skúrir eða él á morgun og hlýnar heldur.
Vinna í Múlagöngum
Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.