Tap hjá Þór í síðasta leik
Þór tapaði gegn Val með fimm stiga mun, 85:90, er liðin mættust í Seltjarnarnesi í kvöld í lokaumferð 1. deildar karla í
körfubolta. Þór endar því í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig, en Valur í þriðja sæti með 26 stig.
Óðinn Ásgeirsson skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld, Wesley Hsu skoraði 22 stig og Bjarni Árnason 13 stig. Í liði Valsmanna
var Byron Davis stigahæstur með 35 stig og Snorri Páll Sigurðsson skoraði 10 stig.
Nýjast