Þór lá gegn Skallagrími, 95:103, er liðin mættust í Borgarnesi í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Staðan í hálfleik var 47:46 fyrir heimamenn. Stigahæstur í liði Þórs var Wesley Hsu með 26 stig, Elvar Þór Sigurjónsson skoraði 17 stig, Bjarki Ármann Oddsson 15 stig, Sigmundur Óli Eiríksson 12 stig og aðrir minna. Hjá heimamönnum var Konrad Tota stigahæstur með 37 stig og Silver Laku skoraði 34 stig. Þór er því áfram í 8. sæti sæti deildarinnar með 2 stig eftir sjö leiki en Skallagrímur er í 2. sæti með 10 stig.