Tækninám aldrei vinsælla

Tækninám trekkir að.
Tækninám trekkir að.

Mikil aðsókn er í Verkmenntaskólann á Akureyri og hefja tæplega 1.300 nemendur nám við skólann í haust. Umsóknir nýnema eru með mesta móti eða 240, sem er um tíu prósenta aukning frá því í fyrra. Metaðsókn er í grunndeild rafiðna og grunndeild málm- og véltæknigreina og hefur skólinn þurft að vísa umsóknum frá. Einnig er biðlisti inn í rafeindavirkjun og háriðn. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

Nýjast