Einnig er ljóst að aðsóknarmet verður slegið en þegar hafa tæplega 2000 manns séð sýninguna. Leikritið hefur verið sýnt 22 sinnum og nú hefur verið ákveðið að sýna 3 sýningar í viðbót vegna gríðarlegrar aðsóknar, fimmtudaginn 30. apríl, föstudaginn 1. maí og laugardaginn 2. maí. Frá upphafi hefur verið uppselt á allar sýningar og nú er ljóst að 2.000 þúsund gesta múrinn verður rofinn á fimmtudag. Þessar vinsældir hafa ekki enn sett strik í reikninginn hjá bændum í Hörgárdal en nú styttist í sauðburð og önnur vorverk í sveitarfélaginu og því verður síðasta sýning laugardaginn 2. maí nk.
"Stundum og stundum ekki" er farsi í sinni bestu mynd. Misskilningur á misskilning ofan, kostulegir karakterar og hröð atburðarrás þar sem eitt leiðir af öðru, þar til allt er orðið ein hringavitleysa. Svo er það spurningin, hvernig verður leyst úr allri flækjunni?
"Stundum og stundum ekki" var frumsýnt á Íslandi í Iðnó árið 1940. Rúmum þrjátíu árum síðar var stykkið sýnt í eilítið breyttri útgáfu hjá LA við góðan orðstír árið 1972. Á sínum tíma þótti verkið fara langt út fyrir velsæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á sviði. Nú fer sem sagt hver að verða síðastur að sjá þessa velheppnuðu leiksýningu hjá Leikfélagi Hörgdæla. Allar nánari upplýsingar er að finna á horgarbyggð.is