03. desember, 2007 - 14:05
Á morgun, þriðjudaginn 4. desember, kl. 16 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á teikningum japanskra og akureyskra barna, þar sem viðfangsefnið er "Friður" sem á einkar vel við í jólamánuðinum. Sýningin verður opin til kl. 18. Sýningin var upphaflega sett upp í Borgarbókasafninu í Reykjavík í tilefni þess að friðarsúla Yoko Ono var tendruð á afmælisdegi John Lennon 9. október sl. Þá mátti sjá teikningar reykvískra barna úr þremur leikskólum og einum grunnskóla. Nú má sjá myndir nemenda úr Lundarskóla og Hlíðarskóla auk mynda barnanna frá japönsku borginni Chiryu. Falleg sýning sem á erindi við alla í friðamánuðinum desember. Sýningin stendur til 16. desember og er opin á eftirtöldum tímum:
5. og 6. des. 13-17
7. des. 16-21
8.-9. des. 13-18
13.-14. des. 16-21
15.-16. des. 13-18