Sýknaður af „amfetamínakstri"

Góðkunningi lögreglunnar á Akureyri, sem velti bíl sínum og var grunaður um akstur undir áhrifum amfetamíns og deyfandi lyfja, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn velti bíl sínum út af veginum við Ytragil í Eyjafjarðarsveit snemma um morgun í október á síðasta ári.

Hann og sambýliskona hans sem var í för með honum fengu svo far með öðrum bíl að Hrafnagili þar sem lögregla handtók þau við leikskóla. Maðurinn bar fyrir dómi að hann hafi eftir útafaksturinn heimsótt vin sinn í Hrafnagili og tekið þar inn amfetamín og deyfandi lyf og stangaðist þessi frásögn hans á við það sem fram hafði komið við skýrslutöku á lögreglustöð. Þrátt fyrir að amfetamín og deyfilyf mældust í blóði hans var maðurinn sýknaður. Hann var hins vegar dæmdur fyrir að hafa stolið skóm og peysu úr verslun á Akureyri.

Nýjast