Allir eru þeir á batavegi að sögn Þóris V. Þórissonar yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og sóttvarnarlæknis i Eyjafirði. Hann segir flensufaraldur nokkuð skæðan út í í bæ og virðist vera í hámarki, en gerir ráð fyrir að nú fari hann að réna. Svínaflensa hefur herjað mest á ungt fólk, eða þá sem eru á aldrinum fjögurra til fjörtíu ára. Einstaka tilfelli er um fólk eldra en fertugt sem tekið hefur sóttina, en nánast engin dæmi um fólk sem komið er yfir sextugt. Uppi eru getgátur um að áþekkur flensufaraldur hafi gengið hér á landi árið 1959 að sögn Þóris og skýrir ef til vill af hverju eldra fólk hefur sloppið betur í þessum faraldri en það yngra. Margir úr þeirra hópi hafi fengið þá flensu og séu því ónæmir fyrir þeirri sem nú geisar.
Inflúensubólusetning gengur vel. „Við erum að bólusetja í þessari viku þá einstakinga sem eru í sérstökum
áhættuhópum," segir Þórir og nefnir m.a. ófrískar konur, langveik börn, lungnabilaða og fleiri. Strax á mánudag í
næstu viku hefst svo bólusetning annarra sjúklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við eigum von á stærri sendingu af bóluefni
en áður var áætluð eftir helgi. Þá vonast ég til að okkur takist að bólusetja þá sem teljast í
áhættuhóp, fyrr en áætlað var, þannig að bólusetning almennings geti hafist upp úr miðjum nóvember," segir
Þórir
Enn eiga margir með áhættusjúkdóm eftir að panta tíma í bólusetningu og hvetur Þórir þá til að gera það
hið fyrsta.