Sviku út 30 milljónir

Mál gegn fjórum Akureyringum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en þeim er gefið að sök að hafa svikið út allt að 30 milljónir króna með skjalafalsi. Fólkið, þrír karlmenn og ein kona, eru á fimmtugsaldri. Útvarpið sagði frá.

Fólkið nýtti sér mistök sem urðu við forritun í netbanka Glitnis þannig að kaup- og sölugengi víxlaðist. Fólkið gat keypt á víxl dollara og evrur og hagnaðist þannig um allt að 30 milljónir króna. Einn sakborninganna hafði þannig um 24 milljónir upp úr krafsinu á um einni viku í tæplega 4000 færslum. Allt að 6 ára fangelsi getur verið við brotum sem þessum.

Nýjast