Sveit Stefáns sigraði á Svæðis- móti Norðurlands í bridds

Sveit Stefáns Vilhjálmssonar sigraði á Svæðismóti Norðurlands eystra í bridds en mótið var haldið á Akureyri nýlega með þátttöku átta sveita. Spilaðir voru 18 spila leikir, alls 126 spil. Mótið fór hið besta fram og baráttan var að vanda fjörug og spennandi. Spilað var um fimm sæti í undanúrslitunum sem fram fara 19.-21. mars.  

Þegar upp var staðið var lokastaða efstu sveita þessi:

1. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar     143 stig

2. Sv. Sagaplasts                          132 st.

3. Sv. Smára Víglundssonar         121 st.

4. Sv. Ingvars P. Jóhannssonar     114 st. 

5. Sv. Gylfa Pálssonar                  112 st.

Sveit Sveinbjörns Sigurðssonar varð í 6. sæti og er því 1. varasveit svæðisins. Í sigursveitinni spiluðu auk Stefáns þau Örlygur Örlygsson, Una Sveinsdóttir, Jón Sverrisson, Haukur Harðarson og Grétar Örlygsson.

Nýjast