Í nýrri gjaldskrá Akureyrarbæjar sem tekur gildi um áramótin munu stakir sundmiðar hækka um 150 krónur. Sundmiðinn fer úr 600 kr. í 750 kr. Þá hækkar stakt gjald fyrir 67 ára og eldri um 50 krónur, fer úr 200 kr. í 250 kr. Árskort eldri borgara hækkar um 500 krónur og kostar eftir áramót 5.500 kr. Árskort fyrir fullorðna og stakt barnagjald haldast hins vegar óbreytt á milli ára.