Styrktartónleikar Mikka litla í Akureyrarkirkju

Mikael Smári er lífsglaður drengur sem berst við erfiðan sjúkdóm.
Mikael Smári er lífsglaður drengur sem berst við erfiðan sjúkdóm.

Tónleikar til styrktar Styrktarsjóði Mikaels Smára Evensen verða haldnir í Akureyrarkirkju í kvöld. Fimmtudag, kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19. Mikki litli er 3 ára og með sjúkdóminn ataxia telangiectasia sem er ólæknandi erfðasjúkdómur sem einkennist af vaxandi óstöðugleika og mikilli færniskerðingu. Læknar hafa sagt að núna séu best ár Mikka litla, en hann er þegar kominn með hjólastól og fleiri hjálpartæki.

Móðir Mikka, Hulda Dröfn Jónsdóttir, sagði sögu drengsins í síðasta blaði þar sem hún lýsti m.a. yfir þakklæti fyrir framtak stórfjölskyldunnar að blása til styrktartónleika.

"Við erum eiginlega ekki enn búin að átta okkur almennilega á þessu og erum alveg orðlaus yfir því hversu margir eru til í að hjálpa og gefa vinnuna sína til að gera líf Mikka okkar betra. Við erum held ég enn í sjokki yfir greiningunni og gerum okkur kannski ekki einu sinni grein fyrir hvað þetta eigi eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar. Og þá er gott að það séu aðrir sem hugsi fyrir því og passi upp á að það verði til peningar þegar við verðum frá vinnu í framtíðinni,“ sagði Hulda í viðtalinu.

Tilgangur sjóðsins er að auðvelda Mikka og fjölskyldu hans lífið næstu árin. Á tónleikunum í kvöld koma fram þau Eyþór Ingi, Gospelkór Akureyrar, Heimir Ingimars, Hjalti og Lára, Þórhildur Örvarsdóttir, Hvanndalsbræður og Óskar Pétursson. Allt tónlistarfólkið gefur sína vinnu.  Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja söfnunni lið geta lagt inn á reikning: 0565-14-404501.

Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja söfnunni lið geta lagt inn á reikn: 0565-14-404501Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja söfnunni lið geta lagt inn á reikn: 0565-14-404501.

-þev

Nýjast