03. nóvember, 2009 - 15:06
Tónleikar til styrktar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.00. Fram koma; Karlakór
Akureyrar- Geysir, Friðrik Ómar, Óskar Pétursson, Inga Eydal, Hundur í óskilum og Heimir Ingimarsson. Kynnir kvöldsins verður Bryndís
Ásmundsdóttir leik- og söngkona.
Miðaverði er stillt í hóf, eða krónur 1000 en aðeins er hægt að taka við peningum á staðnum. Það er framkvæmdanefnd
Aflsins sem undirbýr tónleikana og fréttir herma að Haukur Tryggvason á Græna Hattinum hafi blásið af tónleika þetta sama kvöld, til
að styðja við málefnið, segir í tilkynningu frá Aflinu.