Styrktartónleikar á Græna Hattinum í kvöld

Ekkert lát er á tónleikahaldi á Græna Hattinum á Akureyri og í kvöld kl. 21.00 verða haldnir þar 100. tónleikar ársins. Það eru styrktartónleikar fyrir Faðm, sem er styrktarsjóður fyrir börn foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fram koma; Pálmi Gunnarsson, Óskar Pétursson, Rögnvaldur Gáfaði, Rúnar Eff, Killer Queen og Hvanndalsbræður en kynnir er Pétur Guðmundsson.  

Töluvert hefur verið bókað af tónleikum á næstunni og stefnir í að fjöldi tónleika í ár verði í kringum 130, sem er algjört met en í fyrra voru haldnir 92 tónleikar og var einnig um met að ræða þá miðað við fyrri ár. Dúettinn Hundur í Óskilum, sem er einn kostulegasti dúett landsins, verður með tónleika á föstudagskvöld kl. 21.30. Á laugardagskvöld kl. 22.00 verður svo Hafdís Huld með útgáfutónleika á Græna Hattinum, þar sem hún kynnir ásamt hljómsveit sinn nýjasta disk "Synchronised Swimmer" sem fengið hefur frábæra dóma. 

Nýjast