Á síðasta fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrar voru veittir styrkir vegna nokkurra verkefna. Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta fékk styrk að upphæð kr. 500.000.- vegna útilífsskóla í sumar. Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri fékk styrk að upphæð kr. 250.000.- vegna siglinganámskeiða í sumar. Sumarbúðirnar á Ástjörn fengu styrk að upphæð kr. 100.000.- sumarbúðanna í sumar. Ugla ehf. fékk kr. 100.000 í styrk vegna vegna reiðnámskeiða fyrir börn í sumar og þá fékk Saman hópurinn - félag um forvarnir, styrk að upphæð kr. 50.000.- til forvarnastarfs á árinu.