„Stútína

Lögreglan á Akureyri fékk um það fréttir klukkan tvö í nótt að bifreið hafi verið ekið út af veginum skammt norðan við Kjarnaskóg. Í ljós kom að kona, sem sterklega er grunuð um ölvun við akstur, hafði verið þar á ferð og var konan við bifreiðina þegar að var komið. Bifreiðin var að hluta utan vegarins en hafði ekki oltið. - Rólegt var hjá lögreglu síðasta sólarhring eins og um helgina, en þó voru 7 teknir fyrir of hraðan akstur.

Nýjast