Stórhveli svamlandi í Skjálfanda þessa dagana

Steypireyður gáir til veðurs og blæs á Skjálfanda s.l. miðvikudag. Mynd: Hörður Jónasson.
Steypireyður gáir til veðurs og blæs á Skjálfanda s.l. miðvikudag. Mynd: Hörður Jónasson.

 

Þessa dagana eru að minnsta kosti  tvær steypireyðar, langreyður og hnúfubakur á Skjálfandaflóa, að sögn Harðar Jónassonar í Árholti. Már  Höskuldsson, skipstjóri hjá Norðursiglingu,  sá m.a. steypireyðar og hnúfubak í túr í gær.

“Og á miðvikudaginn sáum við a.m.k. tvær, ef ekki þrjár steypireyðar og tók ég þá þessa mynd um borð í hvalskoðunarbátnum Náttfara.” Segir Hörður. Og bætir við: “Stærstu dýr jarðar sækja í Skjálfandaflóann, enda er Húsavík höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu og þó víðar væri leita!” JS

Nýjast