Allar leiðir austan Eyjafjarðar eru ófærar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Snjóþekja og skafrenningur er frá Akureyri í Dalvík en þæfingsfærð í Ólafsfjarðarmúla og þar er varað við snjóflóðahættu. Ófært og sórhríð er á Öxnadalsheiði. Á Norðurlandi eystra verður Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma í dag og hiti kringum frostmark.