Á fundinum var samþykkt áskorun til stjórnvalda að ljúka sem fyrst endurreisn sparisjóðakerfisins, eins og stefnt hefur verið að síðan á síðasta ári. Í stjórn samtakanna voru kosin þau Ásbjörn Valgeirsson, formaður, Björn Ingimarsson, Ragnar Sverrisson, Ríkarður G. Hafdal og Sigrún Skarphéðinsdóttir.
Við stofnfjáraukningu Byrs í desember 2007, eftir sameiningu Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs, tóku margir stofnfjáreigendur lán frá öðrum fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Glitni (nú Íslandsbanki) og sitja þeir uppi með gríðarlegar skuldir en verðlitla eign.