Stofna aðgerðarhóp um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Akureyri.
Akureyri.

Seinni umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fór fram sl. mánudag og var samþykkt með átta atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutans og bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og VG. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson, sátu hjá við afgreiðsluna.

Meirihluti bæjarstjórnar lagði til að bætt yrði 12 milljónum króna við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við sérfræðiþjónustu og vinnu aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar og var tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Aðgerðarhópurinn mun skipa oddvita flokkana og utanaðkomandi aðilar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram breytingartillögu við framkvæmdaáætlun. Flokkurinn lagði m.a. til að ráðist yrði í endurbætur á Öldrunarheimilinu Hlíð og að fjármagn til endurnýjunar og enduruppbyggingar á Listasafninu yrði lækkað í áætluninni. Tillögurnar voru felldar.

Gert er ráð fyrir halla á samstæðunni allri að upphæð kr. 383.566.000. Í bókun Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé í raun fáheyrð staða Akureyrarbæjar.

Ítarlegi frétt um fjárhagsáætlun bæjarins og viðbrögð oddvita Sjálfstæðisflokksins og formann bæjarráðs má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast