Stöðugildum fjölgað í Víðihlíð á Akureyri

Félagsmálaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fyrsta fundi sínum á nýju ári aukningu stöðugilda í Víðihlíð, samanlagt um 2,8 stöðugildi. Er þetta gert vegna ónógrar mönnunar og mikils álags á starfsmenn í Víðihlíð. Áætlaður kostnaður við aukninguna er um 14 milljónir króna á ársgrundvelli. Ráðgert er að aukningin gildi í 6 mánuði og ákvörðunin verði tekin til endurskoðunar þegar fyrirhuguð úttekt framkvæmdastjórnar á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar liggur fyrir.

Nýjast