03. febrúar, 2010 - 23:01
Vinna við undirbúning að hugsanlegri sameiningu tveggja sveitarfélaga, Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar eru í fullum gangi að sögn Axels
Grettissonar formanns sameiningarnefndar. Hann segir að nú sé verið að fjalla um álit samstarfsnefndarinnar í hreppsnefndum, en nefndin er búin
að skila því af sér.
„Um miðja næstu viku verður þetta allt saman endanlega ljóst, en eins og staðan er núna stefnum við að því að kjósa um
málið 20. mars nk., segir Axel. Áður en til kosninga kemur verða kynningarfundir haldnir og gefið út kynningarrit sem dreift verður á öll
heimili í sveitarfélögnunum tveimur.