Það stefnir í að gestir Jarðbaðanna í Mývatnssveit verði 149 þúsund á árinu sem senn er á enda runnið. Á síðasta ári voru þeir 121 þúsund, að sögn. Gunnars Atla Fjólusonar, framkvæmdastjóri baðanna.
Jarðböðin eru einnig með veitingasölu allan daginn og þar eru seldar ýmsar vörur fyrir ferðamenn. Þar má heita opið frá morgni til kvölds alla daga ársins, sem hefur mikið gildi því ætíð eru einhverjir á ferð sem þurfa hvíld, hressingu eða hvorutveggja. BFH/JS