Stefnan sett á Everest

Ingólfur á Annapurna í Nepal
Ingólfur á Annapurna í Nepal

Ingólfur Ragnar Axelsson, þrítugur Akureyringur, mun klífa hæsta fjall heims í vor, sjálft Everest. Ingólfur leggur af stað upp í grunnbúðir þann 5. apríl næstkomandi en stefnir á að standa á toppi fjallsins um miðjan maí.

„Ég hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á fjallabrölti og fannst það bara vera fyrir skáta og einfara,“ segir Ingólfur, þegar blaðamaður spyr hvort hann fjallamennskan hafi lengi blundað í honum. „Þetta breyttist hins vegar allt árið 2010 þegar ég kleif minn fyrsta tind, Chachani í Perú sem er 6.057 metrar. Þetta var sannkölluð svaðilför, fjórtán klukkutíma ganga með ísexi og mannbrodda þar sem flestir úr hópnum sneru við. En við sem komumst alla leið vorum verðlaunuð með mögnuðu útsýni á toppnum.

Ingólfur verður einn af tólf manna leiðangri sem heldur á topp Everest.

„Einnig eru nokkrir aðstoðarmenn sem gera okkur lífið auðveldara á fjallinu. Omar Samara, fyrsti Egyptinn á Everest, kom mér í samband við Henry Todd leiðangursstjóra og eftir að hafa rætt við hann ákvað ég að þetta væri rétti leiðangurinn fyrir mig. Nöfn annarra í hópnum eru ekki gefinn upp en ég veit að ég deili tjaldi með Brasilíumanni eftir grunnbúðirnar. Mér skilst einnig að Vilborg Arna fjallakona verði þarna á sama tíma en ekki í sama leiðangri. Ég hlakka mikið til að drekka te með henni en hún er ákveðin fyrirmynd.“

throstur@vikudagur.is

Ítarlega er rætt við Ingólf í prentútgáfu Vikudags

Nýjast