Starfsmenn HA leigja rafmagnsbíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Nýjar reglur Háskólans á Akureyri kveða á um að starfsmenn þurfi að leigja rafmagnsbíl ef vegalengdir þeirra verða 100 km eða styttri í hverri leigu, en mega líka kjósa sér rafmagnsbifreið sjálfir þó um lengri vegalengdir sé að ræða. Með þessu móti er stuðlað að því að draga verulega úr fótspori Háskólans á Akureyri gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda. Háskólinn undirritaði yfirlýsingu um loftlagsmál á mánudaginn var í Höfða ásamt öðrum fyrirtækjum og stofununum á höfuðborgarsvæðinu.

„Háskólinn á Akureyri tekur virkan þátt í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með minnkun á útblæstri úr bifreiðum. Starfsmenn Háskólans á Akureyri leigja bifreiðar í ferðum til Reykjavíkur og á hinum ýmsu stöðum um land allt,“ segir í tilkynningu frá HA.

Nýjast