Starfsmenn Akureyrarbæjar verða í viðbragðsstöðu í kvöld og nótt vegna óveðursins sem fer yfir landið. Helgi Már Pálsson, bæjartæknifræðingur á Akureyri, segir að brugðist verði við ófærð og roki. Einnig verði verktakar í viðbragðsstöðu.Strætisvagnar Akureyrar munu keyra samkvæmt áætlun meðan fært er.
"Væntanlega mokum við ekki fyrr en eldsnemma í fyrramálið ef veðurspá gengur eftir og sæmilega fært verður um bæinn. Svo virðist sem við á Akureyri gætum sloppið við versta hvellinn því lægðin fer hugsanlega vestar en gert var ráð fyrir. Ef veður verður afarslæmt þá mokum við ekki en höldum forgangsleiðum færum eins lengi og það er hægt," segir Helgi Már á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Fólk er hvatt til að huga að sínu nánasta umhverfi, gæta að lausamunum í yfirvofandi óveðri og niðurföllum þegar aftur fer að hlána.
Þá er foreldrar barna í grunn-og leikskóla hvattir til að fylgjast með fréttum í fyrramálið.