Starfshópur um nýsköpun og velferð myndaður við HA

Við Háskólann á Akureyri hefur verið myndaður starfshópur um nýsköpun og velferð, þar sem lögð er áhersla á að virkja hið mikla hugvit sem háskólinn býr yfir til góðs í efnahagsástandinu sem nú ríkir. Eitt af þeim verkefnum sem hefur verið komið á koppinn fyrir tilstuðlan hópsins er Háskóli fólksins.  

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að sérfræðingar Háskólans á Akureyri séu aðgengilegir almenningi til ráðgjafar og fræðslu. Nú hefur verið opnuð sérstök vefsíða á heimasvæði háskólans, http://www.unak.is/ sem ber heitið Háskóli fólksins en í gegnum þessa síðu getur almenningur til dæmis sent inn fyrirspurnir sem sérfræðingar HA sjá um að svara. Slóðin á síðuna er: http://www.unak.is/?d=20&m=forsida

Á vefsíðunni má einnig finna yfirlit yfir þær fjölmörgu nýsköpunarhugmyndir sem starfsfólk HA hefur fundið upp á og er vinna þegar hafin með margar þeirra. Þegar allar hugmyndirnar eru taldar saman eru þær yfir 100. Almenningi gefst einnig kostur á að senda inn nýsköpunarhugmyndir í gegnum vefsíðuna sem starfsfólk HA gæti unnið áfram með. Þá eru birtar ritgreinar eftir sérfræðinga háskólans á þessari vefsíðu sem og dagkrá fyrirlestra sem fyrirhugaðir eru í miðbæ Akureyrar á vegum Háskóla fólksins og samstarfsaðila.

Almenningur er hvattur til að kynna sér heimasíðuna og nýta sér þjónustuna sem þar er boðið upp á.

Nýjast