Ester Stefánsdóttir sölumaður hjá Glófa segir að markmið fyrirtækisins sé að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar og því reyni starfsfólkið að ná með því að framleiða gæðavöru úr íslenskri ull. Ester segir að mikið þróunarstarf sé unnið innan fyrirtækisins um þessar mundir og nefnir að innan tíðar komi á markað ný lína af vélprjónaðri tískuvörulínu, sem kallast Blik
Á Gullbrekku býr Birgir Arason formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði og kom starfsfólkið ekki að tómum kofanaum hjá honum. Hann greindi frá því hvernig ull er flokkuð, hvernig henni er pakkað og þá sýndi tengdasonur hans, Hjálmar Jóhannsson, hvernig á að bera sig að við rúning kinda. Hann er nýbúin að læra réttu handtökin hjá tengdapabba og þykir mjög efnilegur. Birgir segir ómetanlegt að finna þann mikla áhuga sem starfsfólk Glófa hefur á íslenskri ull og mikilvægt sé að skapa góða tengingu á milli bænda og þeirra sem framleiða verðmæta vöru úr afurðum þeirra.