Bleikur október er tekin alla leið hjá Blikkrás á Akureyri. Allir starfsmenn klæðast bleikum bolum þennan mánuð ásamt því að 2000 kr. af hverju seldu bleiku skóhorni rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.